Albanía

Almennt um landið: 

Albanía er land á vesturhluta Balkanskagans við Otranosund.  Landið er 29 þúsund ferkílómetrar, sem þýðir að það er um þrisvar sinnum minna að flatarmáli en Ísland, þó búa 3.6 milljónir manna í landinu. Albanía er eina múslimska Evrópulandið, en 70% landsmanna eru múslimatrúar og 30% kristnir.  Læsi í landinu er mjög gott, en nánast allir landsmenn kunna að lesa og skrifa.  Þó er landið eitt það fátækasta í Evrópu, með meðallaun upp á 400 krónur á dag(til samanburðar eru meðallaun í Bretlandi 6058 kr).

Eftir fall kommúnismans bötnuðu kjör landsins eitthvað en á sama tíma hefur almenningsþjónustu hrakað verulega. Mansal á börnum er stórt vandamál sem fólk þarf að glíma við í landinu, en talið er að á bilinu 5000-15 þúsund börn séu seld milli landa, flest til Grikklands eða Ítalíu. Ungbarnadauði er frekar hár í landinu, en 20 börn af hverjum 1000 deyja á sínu fyrsta ári(á Íslandi er þessi tala 3,27 börn).

SOS barnaþorpin eru með starfsemi í Albaníu. Samtökin eru "alheimssamtök sem hafa það að markmiði að hjálpa munaðarlausum og yfirgefnum börnum án tillits til þjóðernis, stjórnarfars, kynþátta og trúarbragða. Aðstoðin byggist á styrktarframlögum frá milljónum einstaklinga." Vinna SOSí Albaníu hófst árið 1995 í þorpinu Sauk, sem er staðsett um 3 km frá höfuðborginni Tirana. Þar fluttu fyrstu fjölskyldurnar inn og þar má finna leikskóla og skóla sem hýsir 350 börn. Börnin fá heitar máltíðir daglega og nú er búið að opna hús fyrir eldri börn sem búa undir eftirliti þar til þau geta séð um sig sjálf.  SOS barnaþorpin starfrækja einnig fyrsta barnabókasafnið sem Albanir hafa átt. Fólk getur komist í samband við SOS á Íslandi gegnum heimasíðuna www.sos.is en þar má finna miklar upplýsingar um barnaþorpin og hvernig hægt er að styrkja samtökin.

Tölfræði og samanburður:

Hér ber ég saman Albaníu við Ísland annars vegar og Grikkland hins vegar, en Grikkland á landamæri að Albaníu. 

 

 

 Albanía

 Ísland

 Grikkland

 Dánartíðni

 5,33 á 1000 íbúa

 6,77

 10,33

 Fæðingartíðni

 15,16 á 1000 íbúa

 13,57

9.62

 Meðalaldur

 29,2 ár

 34,5 ár

 41,2 ár

 Ungbarnadauði

 20,02 börn á 1000 fæðingar

 3,27

 5,34

 Lífslíkur við fæðingu

 77,6 ár

 80,43 ár

 79,38 ár

 Atvinnuleysi

13.8%

1,3%

 9,2%

Fjöldi undir fátækramörkum

 25%

 ?

 ?

Landsframleiðsla á mann(GDP):

  $5,700

  $38,000

  $24,000

 

 

 

 

  1. (Unicef: Albania)
  2. (Ferðaheimur: Albanía Sagan)
  3. (UNDP Albania:Albania)
  4. (Vísindavefurinn:Hvar í Evrópu er Albanía)
  5. (CIA: Albania)

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ragnarsson

Er ekki alveg viss um að hægt sé að fullyrða um trúarbrögð Albana. Mín tilfinning er sú að kristnir séu fleiri og svo er trúleysi afar útbreitt.

Kv

Örn

Örn Ragnarsson, 3.10.2007 kl. 20:01

2 identicon

Já það má kannski deila um það, fékk þessar upplýsingar af vefsíðu CIA.

Birgir Steinn (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 13:04

3 identicon

Ég verð að vera sammála Erni. Ég hef verið að rannsaka Albaníu til margra ára og hef komist að því að kristnir eru töluvert fleiri en trúleysi er ekki eins útbreitt og tölur segja til um.

Ranúr

Ranúr ingi (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband